Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 20. júní 2018 14:48
Ívan Guðjón Baldursson
McAuley, Yacob og Myhill yfirgefa West Brom (Staðfest)
Mynd: Getty Images
West Bromwich Albion er að missa marga menn úr liðinu eftir fallið úr ensku úrvalsdeildinni.

Félagið staðfesti í dag að þrír leikmenn fara frítt þegar samningar þeirra renna út.

Argentínski miðjumaðurinn Claudio Yacob, sem á þrjá A-landsleiki að baki, er meðal þeirra sem yfirgefa West Brom. Yacob er 30 ára gamall og lék yfir 150 leiki á sex árum hjá félaginu.

Markvörðurinn Boaz Myhill, 35, og miðvörðurinn Gareth McAuley, 38, yfirgefa einnig félagið. Mögulegt er að McAuley leggi skóna á hilluna enda verður hann 39 ára í desember.

Myhill hefur verið hjá West Brom síðan 2010. McAuley kom 2011 en lék þrefalt fleiri leiki.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner