Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mið 20. júní 2018 21:53
Bjarni Þórarinn Hallfreðsson
Pepsi: FH-ingurinn Einar Karl tryggði Val sigri á FH
Einar Karl skoraði frábært sigurmark gegn uppeldisfélaginu í kvöld
Einar Karl skoraði frábært sigurmark gegn uppeldisfélaginu í kvöld
Mynd: Fótbolti.net - Bára Dröfn Kristinsdóttir
Valur 2 - 1 FH
1-0 Patrick Pedersen ('18)
1-1 Steven Lennon ('32)
2-1 Einar Karl Ingvarsson ('39)

Íslandsmeistarar síðustu tveggja ára, Valur og FH mættust á Hlíðarenda í Pepsi-deild karla í kvöld.

Eftir rólega byrjun á leiknum tóku Valsmenn fljótlega yfirhöndina og skilaði það sér á 18. mínútu.

Þá kom fyrirgjöf inn í teiginn sem Haukur Páll flikkaði á Patrick Pedersen sem potaði boltanum inn í markið, 1-0 fyrir ríkjandi Íslandsmeistarana.

Valsmenn voru áfram sterkari eftir markið og FH í vandræðum með að brjótast í gegnum Valsvörnina. Það tókst hins vegar á 32. mínútu.

Þá átti Castillion frábæra sendingu inn fyrir vörnina á Steve Lennon lagði boltann í fjærhornið og jafnaði leikinn.

Valsmenn komust svo aftur yfir skömmu síðar og var þar á ferðinni Einar Karl Ingvarsson sem skoraði stórkostlegu skoti, á lofti.

Einar Karl er uppalinn FH-ingur og var því að skora gegn uppeldisfélaginu.

Mark Einars reyndist vera sigurmarkið því hvorugt liðanna náði að skora í seinni hálfleik þrátt fyrir fín færi.

Lokatölur því 2-1 og Valsmenn styrkja stöðu sína á toppi deildarinnar en Íslandsmeistararnir hafa verið á frábæru skriði að undanförnu.
Athugasemdir
banner