Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mið 20. júní 2018 07:15
Magnús Már Einarsson
Risa heimildarmynd um íslenska landsliðið í vinnslu
Icelandair
Hér má sjá starfsmenn í tökum á myndinni.
Hér má sjá starfsmenn í tökum á myndinni.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Erlendir kvikmyndaframleiðendur fylgja íslenska landsliðinu hvert einasta fótmál á HM í Rússlandi.

Verið er að framleiða risa heimildarmynd um liðið en samkvæmt heimildum Fótbolta.net mun hún fara í sýningu hjá risa erlendri efnisveitu. Líklega er þar um að ræða Netflix. Framleiddir verða sex íþróttaþættir í sérstakri þáttaröð og einn af þeim verður um íslenska landsliðið.

Nokkrir starfsmenn mynda allt sem gerist á æfingum íslenska liðsins og þá hafa þeir einnig fengið aðgang að hóteli liðsins.

Sölvi Tryggvason gerði myndina „Jökullinn logar" um landsliðið fyrir EM 2016 og vakti hún mikla lukku. Þessi mynd er mun stærri í sniðum og mun fleira starfsfólk kemur að henni. Þessi mynd er einnig fyrst og fremst hugsuð fyrir erlendan markað.

Rúrik Gíslason birti í gær myndir þar sem hann sést í viðtali í tengslum við myndina. Rúrik hefur gjörsamlega slegið í gegn á Instagram undanfarna daga en hann er búinn að bæta við sig yfir hálfri milljón fylgjenda á meðan á HM stendur.

Þegar þetta er skrifað er Rúrik með 618 þúsund fylgjendur og tæplega 100 þúsund like á nýjustu færslu sína.

Færsluna má sjá hér að neðan.

Athugasemdir
banner
banner