Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
   mið 20. júní 2018 13:01
Ívan Guðjón Baldursson
Ronaldo markahæsti Evrópubúinn í sögu landsliða
Mynd: Getty Images
Cristiano Ronaldo varð í dag markahæsti evrópski leikmaður í sögu landsliða. Ronaldo gerði fyrsta mark Portúgals gegn Marokkó þar sem staðan er 1-0 í hálfleik.

Þetta var 85. mark Ronaldo, sem er nú búinn að skora meira en ungverska goðsögnin Ferenc Puskas sem er með 84 mörk.

Ronaldo er 33 ára gamall og þarf að setja 24 mörk til viðbótar til að ná Írananum Ali Daei, sem gerði 109 mörk á sínum ferli.

Ronaldo er búinn að gera fjögur mörk í þremur hálfleikjum á Heimsmeistaramótinu og stefnir á að vera markakongur.




Athugasemdir
banner
banner
banner