Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
Ísak Óli: FH var langfyrsti kosturinn hjá mér
Bestur í Mjólkurbikarnum: Vakinn með símhringingu - „Á Jölla mikið að þakka"
Sigdís Eva: Vissum að við gætum þetta og sýndum það í leiknum
Pétur: Það var ekkert lið inni á vellinum
John Andrews: Vorum að spila gegn líklega besta liði landsins
Kallaði þetta gott eftir fimm hnéaðgerðir og fær góð ráð frá pabba sínum
Þurfti að róa Pablo eftir leik - „Leikmenn eiga ekki að skipta sér af áhorfendum“
„Ef þetta heldur svona áfram verða bara allir í banni eftir smá stund"
Hefði sætt sig við jafntefli - „Ég held að við höfum reynt 5 eða 6 plön í þessum leik“
Alex Freyr ósáttur: Þetta er bara sorglegt
Eysteinn á von á geggjuðum leik - „Jölli er alltaf Jölli í Portúgal"
Arnór Smára: Hafði persónulega mikla þýðingu fyrir mig
Draumadráttur Jökuls: Augnablik á stóran hluta af mínu hjarta og mun alltaf gera
Kjartan Henry: Hallgrímur sá ekki til sólar eftir það
Var vítaspyrnudómurinn í Árbæ rangur?
Lék sinn fyrsta leik í efstu deild og vildi víti - „Fann fyrir snertingu og lét mig detta"
Líður eins og Valsarar hafi tapað leiknum - „Hafði aldrei trú á því að hann væri að fara skora"
Arnar Grétars: Gerði mikið fyrir okkur að vera með frábæran markmann
Svekktur yfir því að vinna ekki Val - „Mjög dapurt víti, svo við tölum hreint út“
Jón Þór: Bíð jafn spenntur og þú
   fim 20. júlí 2017 16:00
Arnar Daði Arnarsson
EM í Hollandi
„Búinn að flakka víðsvegar um Evrópu til að sjá Sviss''
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Arnar Bill sá um það að taka út svissneska landsliðið, mótherja Íslands í öðrum leik EM. Arnar Bill hefur fylgst vel með svissneska liðinu undanfarna mánuði og ferðast víða.

Leikur Íslands og Sviss fer fram á Tjarnarhæðinni í Doetinchem á laugardaginn.

„Þegar það er svona stutt á milli leikja þá er lítill tími til að fara yfir mikla taktík. Æfingin í gær var fyrir þær sem spiluðu ekki á meðan hinar voru að jafna sig. Í dag verður farið yfir smá leikfræði og svo á morgun er æfing á leikvellinum þá þýðir ekkert að fara í leikfræði þar sem þar eru einhverjir sem gætu séð. Eini sénsinn er í rauninni á æfingunni í dag til að undirbúa liðið fyrir leikinn á æfingasvæðinu," sagði Arnar Bill.

„Það verður að hafa það í huga að leikmennirnir eru þreyttir og tempó-ið verður rólegt. Þetta verður meira labb og því um líkt."

Í gær hélt hann fund með leikmönnum Íslands þar sem hann fór yfir leikstíl Sviss.

„Í kvöld verður talað um hvað við ætlum að gera gegn liðinu. Síðan á eftir að fara yfir föst leikatriði og fleira," sagði Arnar Bill en hann segir leikinn á laugardaginn vera 50/50 fyrirfram.

„Þær fóru á HM á kostnað okkar og Dana árið 2015 og eru núna í fyrsta skipti á EM. Þær eru nokkuð reynslu mikið lið og eru með leikmenn í mjög góðum liðum í Þýskalandi."

„Frægasti leikmaður liðsins er Ramona Bachmann sem spilar með Chelsea og er topp leikmaður. Þær eru með mjög góða einstaklinga og mjög reynslu mikið lið á alþjóðavísu," sagði Bill sem hefur fylgst vel með Sviss undanfarna mánuði.

„Ég er búinn að flakka víðsvegar um Evrópu til að elta þær. Ég hefði bæði farið til Sviss og síðan til Kýpur. Þá hef ég einnig horft á mikið af leikjum hjá þeim í tölvunni. Við þekkjum þær mjög vel," sagði Arnar en bæði hann og Heimir Hallgrímsson fóru á leik Sviss og Austurríkis í fyrstu umferðinni þar sem Austurríki hafði betur 1-0. Heimir sér um að njósna um Austurríkis liðið.

„Austurríska liðið var gríðarlega aftarlega og Sviss náði engu flæði á spilið fyrir vikið. Síðan var Austurríki með góðar skyndisóknir og náðu að klára þær þannig. Sviss hitti ekki á sinn besta dag en leikurinn á laugardaginn verða bæði lið með 0 stig fyrir leik og þetta verður mikil barátta. Þetta verður miklu jafnari en Frakka leikurinn."

Viðtalið í heild sinni má sjá í sjónvarpinu hér að ofan.

Fótbolti.net er með öflugt teymi í Hollandi og er hægt að fylgjast með öllu bak við tjöldin á Snapchat (Fotboltinet), á Instagram og öðrum samskiptamiðlum okkar.

Leikir Íslands á EM:
Ísland 0-1 Frakkland
Ísland 1-2 Sviss
Ísland 0-3 Austurríki
Athugasemdir
banner
banner
banner