Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
Jökull: Þeir voru frábærir - Við áttum kannski ekkert skilið úr þessum leik
Hetja HK kíkir ekkert niður í bæ: Ekkert mikið að gera þar miðað við í London
Hrannar Bogi eftir hetjulega frammistöðu Augnabliks: Við nálgumst leiki alltaf alveg eins
Fékk afmælisgjöf fyrir leikinn: Ég fékk Þróttaratrefil og nokkrar Stellur
Nýir tímar í Laugardalnum - „Finnst bara tilvalið að með því fylgi nýtt merki“
Haukur Páll: Ekki spurning um að koma mönnum fyrir
Heimir Guðjóns: Hefði verið gult spjald í fyrra
Gylfi Þór: Skrítið að spila gegn liði sem ég var hjá í 10 ár
Úlli: Fékk held ég nóg af liðsfélögum sínum
Bjarni Jó: Nýttum færin okkar illa
Gunnar Magnús: Alsæll þrátt fyrir að það hafi endað í jafntefli
Ólafur Kristjáns: Ekki hægt að gera neitt við því núna
Kristján Guðmunds: Munum rífa okkur í gang eftir þetta
John Andrews: Gæti ekki verið stoltari
Nik: Vigdís hefur staðið sig vel sem framherji
Glenn: Komum hingað með því hugarfari að vinna leikinn
Vigdís Lilja: Ætla að spila frammi í sumar og skora eins mikið og ég get
Sáttur Arnar Gunnlaugs: Erum að senda ágæt skilaboð til liðanna í deildinni
Höskuldur brattur eftir leik: Maður verður að jafna sig hratt á þessu
Elskar stóru leikina - „Vona að fólk viti að þeir kitla mig.“
   fim 20. júlí 2017 21:51
Valur Gunnarsson
Jói Kalli: Ég held að Viktor sé gerður úr stáli
Jói Kalli var sáttur með sína menn
Jói Kalli var sáttur með sína menn
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Jóhannes Karl Guðjónsson þjálfari HK var að vonum sáttur við úrslit kvöldins:

"Strákarnir áttu frábæran leik hérna í dag. Við hefðum verið sáttir við að fara með stig héðan eins og í síðasta leik en við erum bara að sýna hversu megnugir við erum, við gefumst ekki upp"

Lestu um leikinn: Leiknir R. 1 -  2 HK

"Við stjórnuðum leiknum í fyrri hálfleik en við opnuðumst aðeins í þeim seinni en við gáfumst ekki upp og þegar leið á seinni hálfleikinn var ég nokkuð öruggur um að landa þessu stigi en frábært að ná að vinna þetta í restina."

Viktor Helgi Benediktsson fór útaf meiddur í byrjun seinni hálfleiks eftir góðan fyrri hálfleik.
"Ég held að Viktor sé gerður úr stáli. Hann verður vonandi klár í næsta leik."

Aðspurður út í markmannsskipti frá síðasta leik svaraði Jói:
"Andri var því miður að glíma við meiðsli í ökklanum. Við erum með tvo góða markmenn og Arnar stígur upp í dag og á mjög fínan leik. Við erum ekkert með rosalega stóran hóp og við verðum að nýta okkar leikmenn. Við erum með hörku hóp þannig að ég efast um að við séum eitthvað að fara að styrkja okkur"
Athugasemdir
banner
banner