Haaland, Toney, Gomes, Diomande, Gyokeres, Southgate, O'Neil, De Zerbi og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fim 20. júlí 2017 09:25
Magnús Már Einarsson
Siggi Lár: Möguleikarnir ágætir
Mynd: Fótbolti.net - Ómar Vilhelmsson
„Ég tel möguleikana bara ágæta en þetta verður vissulega mjög erfitt," sagði Sigurður Egill Lárusson, kantmaður Vals, við Fótbolta.net fyrir leikinn gegn Domzale í Slóveníu í kvöld.

Um er að ræða síðari leik liðanna í 2. umferð Evrópudeildarinnar en Domzale vann 2-1 á Valsvelli í síðustu viku. „Fyrri leikurinn var mjög jafn svo það er ekkert sem segir að við getum ekki náð í góð úrslit hér."

Valsmenn verða að skora að minnsta kosti tvö mörk til að komast áfram í kvöld. Verður allt lagt í sóknarleikinn í kvöld? „Það er eitthvað sem við erum ennþá að skoða. En við þurfum að skora tvö mörk þannig ég reikna með okkur frekar sóknarsinnuðum," sagði Sigurður þegar Fótbolti.net ræddi við hann í gær.

Valur sló Ventspils frá Lettlandi út í fyrstu umferðinni en Sigurður segir að aðstæðurnar séu betri í Slóveníu.

„Þær eru mjög góðar, talsvert betri en í Lettlandi. Það er mikill hiti hérna, yfir 30 gráður. Leikurinn er klukkan 20:00 (18:00 að íslenskum tíma) þannig það ætti vera þokkalegt þá."

Valsmenn hafa leikið þétt að undanförnu þar sem bæði hafa verið Evrópuleikir og leikir í Pepsi-deildinni.

„Það auðvitað tekur á að spila svona þétt en þetta er það sem maður vill. Við erum með breiðan hóp og það hefur sýnt sig í sumar, þannig við eigum ráða við þetta. Þetta þjappar hópnum líka enn frekar saman þannig við erum bara ánægðir með þetta," sagði Siggi að lokum.
Athugasemdir
banner
banner