Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
Höskuldur skoraði tvö: Var með ágætis tilfinningu í nýjum skóm
Jón Þór: Þessi leikur á eftir að nýtast okkur helling
Dóri staðfestir viðræðuslitin: Var kannski ekki eins og menn höfðu séð fyrir sér
Gummi Tóta: Vonaðist til að hjálparvörnin kæmi
Andri Lucas: Vonandi komumst við á stórmót eins fljótt og hægt er
Daníel Leó: Menn eru ennþá í áfalli
Hákon Arnar: Ég vona það fyrir framtíðina
Stefnan er sett á HM - „Maður lærir mest þegar á móti blæs“
„Ekkert eðlilega svekkjandi, ömurlegt bara"
Jói Berg: Grátlegt að vera svona nálægt þessu og ná ekki á EM
Jón Dagur: Líður eins og tímabilið sé búið
Hareide lítur björtum augum á framtíðina - „Þurfum fleiri varnarmenn"
Furðar sig á ákvörðun Rebrov - „Held að Guðmundsson skori"
Beðið um mynd í miðju viðtali - „Ef þú syngur með okkur í 90 mínútur þá ertu í Tólfunni"
Joey Drummer: Besta stund sem ég hef upplifað
Siggi Bond með innherjaupplýsingar fyrir leikinn í kvöld
Sjáðu auglýsinguna fyrir Bestu deildina 2024 - Þekkt andlit í nýjum aðstæðum
27 þúsund miðar seldir á Úkraína - Ísland í Wroclaw skálinni
Víðir Sig: Væri gaman ef annar draumur myndi rætast í þessari borg
Jói bjartsýnn á að geta spilað - „Það róaði taugarnar ansi mikið"
banner
   fim 20. júlí 2017 21:53
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Stebbi Gísla: Ekki rétt að kalla mig taktískan snilling
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
„Nei, ég myndi ekki segja það," sagði Stefán Gíslason, þjálfari Hauka, aðspurður að því hvort það væri rétt að kalla hann taktískan snilling eftir 3-2 sigur á Fram í Inkasso-deildinni í kvöld.

Haukar voru 1-0 undir í hálfleik og voru satt best að segja að spila illa. Þá ákvað Stefán að breyta um leikkerfi, fara í þriggja manna vörn og það snarvirkaði. Haukar spiluðu gríðarlega vel í seinni hálfleiknum og unnu á endanum 3-2 sigur í hörkuleik.

„Við vorum búnir að gæla við það í vikunni hvort við ættum að byrja í þessu kerfi. Við ákváðum þó að halda okkur við 4-4-2 eins og við erum búnir að spila síðustu heimaleiki, sem hefur gengið vel."

„Það var ekki að ganga upp í fyrri hálfleik, þannig að við breyttum í hálfleik og spiluðum virkilega vel fram að 3-1."

Lestu um leikinn: Haukar 3 -  2 Fram

„Þegar við komumst í 3-1 þá verðum við passívir og hleypum þeim inn í þetta. En frá því seinni hálfleikurinn var flautaður á og þangað til við skorum þriðja markið þá erum við virkilega flottir."

Aðspurður að því hvort þetta kerfi sé eitthvað sem liðið hafi verið að æfa svaraði Stefán því neitandi.

Fyrr á tímbilinu mættu Haukar liði Fram á Laugardalsvelli. Þá komust Haukarnir í 2-0, en misstu það niður í 2-2. Það stefndi á tímapunkti í svipað dæmi í kvöld, en Haukarnir héldu út.

„Við verðum passívir eftir að við skorum þriðja markið. Annað markið hjá Fram kemur á sömu mínútu og í Laugardalnum í fyrri umferðinni. Við töpuðum niður tveggja marka forystu þar eins og við munum. Það var klárt mál að maður var ekki rólegur."

Haukar elska að spila á Gaman Ferða vellinum.

„Ég held að það sé komið rúmt ár síðan Haukar töpuðu hérna. Þetta er sterkur heimavöllur og við viljum hafa það þannig."

Viðtalið má sjá í heild sinni hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner