Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 20. júlí 2017 06:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Stóri Sam tilbúinn að taka við landsliði
Mynd: Getty Images
Sam Allardyce, stundum kallaður Stóri Sam, segist vera opinn fyrir þeirri hugmynd að taka við landsliði.

Allardyce hætti hjá Crystal Palace í maí eftir fimm mánuði í starfi Honum tókst að bjarga Palace frá falli úr ensku úrvalsdeildinni.

Allardyce sagði eftir að hafa hætt hjá Palace að hann væri hættur í þjálfun. Hann segist nú til í taka við landsliði.

„Ef ég þyrfti að íhuga eitthvað, þá væri það starf hjá landsliði," sagði Allardyce við Talksport. „Það er ekki eins krefjandi og að þjálfa í ensku úrvalsdeildinni þar sem pressan er gríðarleg."

Síðasta landsliðsþjálfarastarf Allardyce fór ekkert sérstaklega vel. Hann stýrði Englandi aðeins í einum leik áður en hann samþykkti að hætta með liðið. Ástæðan var sú að Daily Telegraph tók myndband af honum að kenna mönnum að beygja reglur enska knattspyrnusambandsins um gjöld þegar kemur að félagaskiptum.
Athugasemdir
banner
banner
banner