banner
   fim 20. júlí 2017 08:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Watzke: AC Milan sýndi okkur ekki virðingu
AC Milan eltist við Aubameyang.
AC Milan eltist við Aubameyang.
Mynd: Getty Images
Hans-Joachim Watzke, framkvæmdastjóri Borussia Dortmund, hefur sakað AC Milan um að sýna vanvirðingu.

Milan vill fá Aubameyang í sínar raðir og Marco Fassone, kollegi Watzke hjá ítalska félaginu, hefur tjáð sig opinberlega um áhuga á Aubameyang. Það er Watzke ekki sáttur með.

„Þeir sem stjórna hjá öðrum félögum mega ekki bara segja 'Við viljum fá þennan leikmann'," sagði Watzke.

„AC Milan sýndi okkur vanvirðingu með þessu."

Aubameyang hefur verið eftirsóttur í sumar, en Dortmund stefnir að því að halda honum, enda gríðarlega öflugur markaskorari.

„Við erum í viðræðum við umboðsmann hans og hann líka. Þetta hafa verið opnar viðræður allan tímann."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner