Höskuldur skoraði tvö: Var með ágætis tilfinningu í nýjum skóm
Jón Þór: Þessi leikur á eftir að nýtast okkur helling
Dóri staðfestir viðræðuslitin: Var kannski ekki eins og menn höfðu séð fyrir sér
Gummi Tóta: Vonaðist til að hjálparvörnin kæmi
Andri Lucas: Vonandi komumst við á stórmót eins fljótt og hægt er
Daníel Leó: Menn eru ennþá í áfalli
Hákon Arnar: Ég vona það fyrir framtíðina
Stefnan er sett á HM - „Maður lærir mest þegar á móti blæs“
„Ekkert eðlilega svekkjandi, ömurlegt bara"
Jói Berg: Grátlegt að vera svona nálægt þessu og ná ekki á EM
Jón Dagur: Líður eins og tímabilið sé búið
Hareide lítur björtum augum á framtíðina - „Þurfum fleiri varnarmenn"
Furðar sig á ákvörðun Rebrov - „Held að Guðmundsson skori"
Beðið um mynd í miðju viðtali - „Ef þú syngur með okkur í 90 mínútur þá ertu í Tólfunni"
Joey Drummer: Besta stund sem ég hef upplifað
Siggi Bond með innherjaupplýsingar fyrir leikinn í kvöld
Sjáðu auglýsinguna fyrir Bestu deildina 2024 - Þekkt andlit í nýjum aðstæðum
27 þúsund miðar seldir á Úkraína - Ísland í Wroclaw skálinni
Víðir Sig: Væri gaman ef annar draumur myndi rætast í þessari borg
Jói bjartsýnn á að geta spilað - „Það róaði taugarnar ansi mikið"
   fim 20. júlí 2017 22:29
Dagur Lárusson
Willum: Íslendingar duglegir að refsa okkur
Willum Þór
Willum Þór
Mynd: Raggi Óla
„Fyrstu viðbrögðin eru í raun þau að við erum mjög vonsviknir að vera dottnir út, við ætluðum okkur svo sannarlega áfram í keppninni," sagði Willum Þór Þórsson, þjálfari KR, eftir tap síns liðs gegn Maccabi Tel-Aviv í kvöld.

Fyrri leikur liðanna fór 3-1 fyrir Maccabi í síðustu viku og því þurftu KR-ingar að skora tvö mörk í kvöld án þess að fá á sig mark, en það varð ekki raunin.

„Við trúðum því alveg til loka að við gætum tekið þá 2-0 hérna heima og fyrri hálfleikurinn gaf tilefni til þess. Við vorum virkilega öflugir í fyrri hálfleik en þú mátt aldrei gleyma þér gegn svona liði."

„Lykilinn hefðu auðvitað verið að nýta öll þessi föstu leikatriði sem við fengum í fyrri hálfleik. Hefðum við gert það og komist í 1-0 þá hefðum við sett smá pressu á þá."

„Því miður fór þetta svona, en hvað varðar frammistöðuna þá er ég virkilega stoltur af liðinu."

Willum var svo spurður út í Viðar Örn en hann reyndist KR-ingum erfiður í leikjunum tveimur.

„Já þeir eru duglegir við það Íslendingarnir að refsa okkur KR-ingunum í þessum leikjum. En Viðar er auðvitað frábær leikmaður, og sérstaklega góður í að klára færin og svo mataði hann samherjana með góðum sendingum í dag og sýndi okkur í dag á hvaða stað hann er kominn."

Garðar Jóhannsson byrjaði óvænt hjá KR-ingum í dag og sagði Willum að það hefði verið uppleggið að vinna í kringum Garðar.

„Já við ætluðum að vinna í kringum Garðar, á móti svona liði þá reynir þú að hægja aðeins ferðina."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner