Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   þri 20. ágúst 2013 11:01
Daníel Freyr Jónsson
Willian í læknisskoðun hjá Spurs - Bale til Real fyrir 93 milljónir punda?
Willian.
Willian.
Mynd: Getty Images
Gareth Bale.
Gareth Bale.
Mynd: Getty Images
Tottenham virðist vera að vinna baráttuna um að fá brasilíska miðjumanninn Willian frá Anzhi Makhachkala. Er hann mættur til Lundúna þar sem hann mun undirgangast læknisskoðun.

Fjölmargir fjölmiðlar á meginlandi Evrópa greina frá þessu nú í morgun og þykir þetta gefa til kynna að Gareth Bale sé loks á förum frá félagin til Real Madrid. Félagið er einnig sagt vera í viðræðum við Roma vegna Argentínumannsins Erik Lamela.

Talið er að Tottenham þurfi að greiða allt að 30 milljónir punda fyrir hinn 25 ára gamla Willian, en það er svipuð upphæð og Anzhi greiddi Shakhtar Donetsk þegar félagið keypti leikmanninn fyrir ári síðan.

Gangi kaupin í gegn mun Tottenham nálgast það að hafa eytt 90 milljónum punda í nýja leikmenn í sumar. Roberto Soldado, Nacer Chadli, Etienne Capoue og Paulinho hafa þegar gengið í raðir félagsins.

Samkvæmt hinum virta blaðamanni Gianluca Di Marzi hjá Sky Sports Italia kom tilboð Tottenham inn á borðið hjá Anzhi nú í nótt, en Willian var þegar á leiðinni til Englands vegna áhuga Liverpool. Áhuginn á Willian og Lamela þykir eindregið benda til þess að Gareth Bale sé loks á förum til Real Madrid.

Di Marzi fullyrðir að Tottenham hafi tekið 93 milljón punda tilboði Real Madrid í Bale og var allt lagt í sölurnar í að fá Willian og Lamela, enda báðir sókndjarfir leikmenn líkt og Bale. Fabio Coentra mun einnig ganga í raðir Tottenham sem hluti af kaupverðinu fyrir Bale.
Athugasemdir
banner
banner