Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 20. ágúst 2014 10:36
Magnús Már Einarsson
Áfrýjun hafnað - Barcelona í félagaskiptabann
Mynd: Getty Images
FIFA hefur hafnað áfrýjun Barcelona á félagaskiptabanni sem félagið var dæmt í fyrr á þessu ári.

Banninu var frestað á meðan áfrýjunin var tekin fyrir en nú er ljóst að Barcelona fær ekki að kaupa leikmenn í næstu tveimur félagskiptagluggum.

Barcelona hefur því tíma til mánaðarmóta til að kaupa leikmenn áður en bannið tekur gildi.

Barcelona fær ekki að kaupa leikmenn í janúar á næsta ári sem og næsta sumar og eftir mánaðarmót verður félagið því í félagaskiptabanni þar til í janúar 2016.

Ástæðan fyrir banninu er sú að félagið hefur brotið reglur sem snúa að reglum um félagaskipti hjá leikmönnum 18 ára og yngri.

Brotin áttu sér stað á tímabilinu 2009-2013 en samkvæmt reglum má ekki kaupa leikmenn sem eru 18 ára og yngri nema sérstakar forsendur séu til staðar. Barcelona telst hafa brotið reglur þar.

Barcelona hefur náð að nýta tímann meðan áfrýjunin var tekin fyrir en félagið keypti meðal annars Luis Suarez frá Liverpool í sumar.
Athugasemdir
banner
banner
banner