Höskuldur skoraði tvö: Var með ágætis tilfinningu í nýjum skóm
Jón Þór: Þessi leikur á eftir að nýtast okkur helling
Dóri staðfestir viðræðuslitin: Var kannski ekki eins og menn höfðu séð fyrir sér
Gummi Tóta: Vonaðist til að hjálparvörnin kæmi
Andri Lucas: Vonandi komumst við á stórmót eins fljótt og hægt er
Daníel Leó: Menn eru ennþá í áfalli
Hákon Arnar: Ég vona það fyrir framtíðina
Stefnan er sett á HM - „Maður lærir mest þegar á móti blæs“
„Ekkert eðlilega svekkjandi, ömurlegt bara"
Jói Berg: Grátlegt að vera svona nálægt þessu og ná ekki á EM
Jón Dagur: Líður eins og tímabilið sé búið
Hareide lítur björtum augum á framtíðina - „Þurfum fleiri varnarmenn"
Furðar sig á ákvörðun Rebrov - „Held að Guðmundsson skori"
Beðið um mynd í miðju viðtali - „Ef þú syngur með okkur í 90 mínútur þá ertu í Tólfunni"
Joey Drummer: Besta stund sem ég hef upplifað
Siggi Bond með innherjaupplýsingar fyrir leikinn í kvöld
Sjáðu auglýsinguna fyrir Bestu deildina 2024 - Þekkt andlit í nýjum aðstæðum
27 þúsund miðar seldir á Úkraína - Ísland í Wroclaw skálinni
Víðir Sig: Væri gaman ef annar draumur myndi rætast í þessari borg
Jói bjartsýnn á að geta spilað - „Það róaði taugarnar ansi mikið"
   mið 20. ágúst 2014 12:30
Arnar Daði Arnarsson
Atli Jó: Silfurskeiðin er með skemmtileg lög
Atli Jó.
Atli Jó.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
,,Þetta er gríðarlega skemmtilegt og virkilega spennandi leikur. Það er brjálað að spila tvo leiki gegn þessu liði, þetta er fáránlegt," sagði Atli Jóhannsson leikmaður Stjörnunnar eftir æfingu liðsins í gær fyrir stórleikinn sem fram fer í kvöld gegn Inter í forkeppni Evrópudeildarinnar.

Flautað verður til leiks klukkan 21:00 en löngu er orðið uppselt á leikinn.

,,Ef þú hefðir spurt mig að þessu fyrir sumarið þá hefði ég hlegið. Að spila tvo leiki gegn Inter Milan er draumi líkast," sagði Atli sem býst við góðri stemningu í stúkunni í kvöld og hvetur alla að taka þátt í stuðningnum með Silfurskeiðinni

,,Við erum kannski ekki vanir að spila fyrir 10 þúsund áhorfendur sem styðja okkar lið en það verður skemmtilegt og gaman að sjá völlinn fullan, af og til. Silfurskeiðin ætlar að láta til sín taka og ég hvet alla í stúkunni að taka undir. Þetta eru skemmtileg lög."

,,Þetta er svolítið kjánalegt að vera skoða þessa leikmenn í Inter. Hvort þeir séu að pressa eða ekki og hver fer upp og hver fer niður. Þetta er skemmtilegt en ég veit ekki hvað skal segja," sagði Atli sem segist vera mikill aðdáandi um ítalska boltann.

,,Það verður gaman að fylgjast með ítalska boltanum í vetur. Mitt er lið er reyndar Fiorentina en það verður gaman að sjá hvar maður stendur gegn svona köllum."

Viðtalið í heild sinni er hægt að sjá í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner