Kovac orðaður við stjórastól Liverpool - Newcastle vill Gibbs-White - Dewsbury-Hall orðaður við Tottenham
   mið 20. ágúst 2014 15:30
Magnús Már Einarsson
Bestur í 1. deild: Kann vel við rólega lífið
Leikmaður 17. umferðar - Eldar Masic (Víkingur Ó.)
Eldar Masic.
Eldar Masic.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Eldar Masic er leikmaður 17. umferðar í 1. deild karla eftir góða frammistöðu á miðjunni hjá Víkingi Ólafsvík í 1-0 sigri á HK í gærkvöldi.

,,Ég er mjög ánægður með þennan sigur," sagði Eldar við Fótbolta.net í dag.

,,Þetta var mjög erfiður leikur því að þeir spiluðu með 11 menn til baka. Við vorum betra liðið í leiknum og uppskárum í lokin."

Ólafsvíkingar eru með 28 stig í 4. sæti deildarinnar eftir sigurinn, fimm stigum á eftir ÍA sem er í öðru sæti. Hverjir eru möguleikar Ólafsvíkinga á sæti í Pepsi-deildinni?

,,Það er erfitt að spá fyrir um það. Við erum fimm stigum frá þessu en við munum gera okkar besta og sjá hverju það skilar í lokin."

Eldar er að leika sitt fimmta tímabil með Víkingi en hann er hæstánægður hjá félaginu.

,,Ég kann vel við rólega lífið í Ólafsvík. Ég nýt þess að vera hér með fjölskyldunni og spila fótbolta," sagði Eldar sem ber Ejub Purisevic vel söguna. ,,Ejub er mjög góður þjálfari og ég kann vel við að vinna með honum."

Hinn 28 ára gamli Eldar segist ekki vita hvort hann verði áfram hjá Víkingi næsta sumar.

,,Ég er með samning sem gildir fram í lok tímabilsins. Við sjáum til eftir það. Ég vil lúta vilja allah næsta sumar," sagði Eldar að lokum.

Sjá einnig:
Leikmaður 16. umferðar - Hilmar Árni Halldórsson (Leiknir R.)
Leikmaður 15. umferðar - Guðmundur Magnússon (HK)
Leikmaður 14. umferðar - Garðar Gunnlaugsson (ÍA)
Leikmaður 13. umferðar - Þorsteinn Már Ragnarsson (Víkingur Ó.)
Leikmaður 12. umferðar - Einar Ottó Antonsson (Selfoss)
Leikmaður 11. umferðar - Hallgrímur Mar Steingrímsson (KA)
Leikmaður 10. umferðar - Kristófer Eggertsson (KV)
Leikmaður 9. umferðar - Kristján Páll Jónsson (Leiknir)
Leikmaður 8. umferðar - Eggert Kári Karlsson (ÍA)
Leikmaður 7. umferðar - Ævar Ingi Jóhannesson (KA)
Leikmaður 6. umferðar - Hilmar Rafn Emilsson (Haukar)
Leikmaður 5. umferðar - Magnús Bernhard Gíslason (KV)
Leikmaður 4. umferðar - Tómas Agnarsson (KV)
Leikmaður 3. umferðar - Guðmundur Atli Steinþórsson (HK)
Leikmaður 2. umferðar - Óttar Bjarni Guðmundsson (Leiknir)
Leikmaður 1. umferðar - Vilhjálmur Pálmason (Þróttur)
Athugasemdir
banner
banner
banner