Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mið 20. ágúst 2014 14:30
Magnús Már Einarsson
Faðir Henderson sagði ekki frá krabbameininu
Jordan Henderson.
Jordan Henderson.
Mynd: Getty Images
Brian Henderson, faðir Jordan Henderson, ákvað að segja syni sínum ekki frá því þegar hann greindist með krabbamein í nóvember í fyrra.

Brian ákvað að segja Jordan ekki frá veikindum sínum fyrr en rétt áður en hann fór í aðgerð fyrr á þessu ári.

Brian er á batavegi en hann segist ekki hafa viljað láta Jordan vita strax af veikindunum til að trufla hann ekki í verkefnum sínum með Liverpool.

,,Það var mjög tilfinningaþrungið þegar ég þurfti að segja fjölskyldumeðlimum frá fréttunum," sagði Brian.

,,Ég fór og ræddi við Brendan Rodgers hjá Liverpool og hann var mjög skilningsríkur. Hann gaf Jordan frí og fólkið hjá Liverpool var ótrúlegt. Fólkið sýndi honum mikinn skilning og stuðning."

,,Ég sagði við Jordan að það besta sem hann gæti gert fyrir mig væri að halda áfram að spila og reyna að vera maður leiksins í hverjum leik."

,,Fólk áttar sig ekki á pressunni sem hann var undir. Ég var mjög stoltur af honum."

Athugasemdir
banner
banner
banner