Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mið 20. ágúst 2014 15:45
Arnar Daði Arnarsson
Gummi Tóta gefur út nýtt lag
Guðmundur Þórarinsson í leik með U-21 árs landsliðinu.
Guðmundur Þórarinsson í leik með U-21 árs landsliðinu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Guðmundur Þórarinsson, leikmaður Sarpsborg 08 í Noregi og U-21 árs landsliðs Íslands hefur gefið út lagið “Ég hringi” en þetta er annað lagið sem hann gefur út á þessu ári.

Í apríl gaf hann út lagið “Bálskotinn” sem náði inn á vinsældarlista útvarpstöðva hér á landi.

,,Ég samdi þetta lag fyrir sirka tveimur árum. Vinir mínir kunnu vel að meta það svo ég ákvað að taka það upp," segir Guðmundur sem tók upp lagið hér á landi í sumar.

,,Lagið fjallar um strák sem reynir að vinna þá einu réttu til baka eftir smá mistök sem að honum urðu á en það gengur svona misvel hjá honum."

Að þessu sinni gaf hann út lagið bæði á íslensku og ensku en lagið ber heitið "Call you" á ensku og hægt er að hlusta á báðar útgáfurnar á tónlistarforritinu, Spotify.

Hér að neðan má heyra íslensku útgáfuna af lagi Guðmundar, "Ég hringi".


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner