Arsenal endurnýjar áhuga á Luiz - Man Utd reynir við Todibo - Tottenham vill Sudakov
banner
   mið 20. ágúst 2014 16:45
Elvar Geir Magnússon
Hilmar Árni oftast í úrvalsliði 1. deildarinnar
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hilmar Árni Halldórsson, miðju- og vængmaður Leiknis, er sá leikmaður sem oftast hefur verið valinn í úrvalslið umferðarinnar í 1. deild.

Eftir hverja umferð opinberar Fótbolti.net úrvalslið en 17 umferðum er lokið í deildinni.

Hilmar hefur sex sinnum afrekað það að vera í úrvalsliðinu en hans menn í Leikni tróna á toppi deildarinnar.

Markahæsti leikmaður deildarinnar, Garðar Gunnlaugsson hjá ÍA, kemur næstur á eftir Hilmari en hann hefur verið valinn fimm sinnum.

Eyjólfur Tómasson, markvörður Leiknis, Trausti Sigurbjörnsson, markvörður Þróttar, og Viktor Unnar Illugason, sóknarleikmaður HK, koma þar á eftir en þeir hafa verið valdir fjórum sinnum hver.
Athugasemdir
banner
banner
banner