Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mið 20. ágúst 2014 13:23
Elvar Geir Magnússon
Hvað sagði Eyþór Helgi við aðstoðardómarann?
Eyþór Helgi Birgisson.
Eyþór Helgi Birgisson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ýmsar sögur hafa verið í gangi um það hvað Eyþór Helgi Birgisson, leikmaður Víkings Ólafvík, sagði við aðstoðardómarann sem varð til þess að hann fékk fimm leikja bann.

Eyþór var dæmdur eftir grein í lögum KSÍ sem kemur inn á mismunun og kynþáttaníð en aðstoðardómarinn er rússnesku bergi brotinn.

Hjörvar Hafliðason, dagskrárstjóri á Stöð 2 Sport, segir á Twitter að ummæli Eyþórs Helga hafi verið sárasaklaus.

„Er Eyþór greyið virkilega að fara í langt bann fyrir að segja aðstoðardómara að fara upp í Engihjalla og læra að dæma? Það er alls ekki neikvætt að koma úr Engihjallanum. Það þykir í raun mjög töff og flestir monta sig af því. #5LeikjaBann," skrifaði Hjörvar.

Eyþór hefur ekki viljað tjá sig um málið þrátt fyrir óskir Fótbolta.net og ekki stjórnarmenn Ólafsvíkur heldur.

Sigursteinn Brynjólfsson, sem hefur sinnt dómgæslu fyrir KSÍ, svarar Hjörvari á Twitter:

„Ég veit hvað hann sagði engu að síður og ekki fékk hann rautt fyrir að tala um Engihjalla," skrifar Sigursteinn.

Sú saga hefur gengið um netið að Eyþór fái bannið fyrir að segja ,,Drullaðu þér aftur til Rússlands" en ummælin um Engihjalla hafi komið síðar.

Víkingur Ólafsvík áfrýjaði banni Eyþórs og verður áfrýjunin tekin fyrir hjá KSÍ á morgun.



Athugasemdir
banner
banner
banner
banner