Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
Jökull: Læti og stemning sem stuðningsmennirnir spúa yfir völlinn til strákanna
Helgi Fróði: Geggjað að vera í besta klúbbnum
Addi Grétars pirraður: Menn þurfa að hafa smá 'sens' fyrir því sem þeir eru að tala um
Ísak Óli: FH var langfyrsti kosturinn hjá mér
Bestur í Mjólkurbikarnum: Vakinn með símhringingu - „Á Jölla mikið að þakka"
Sigdís Eva: Vissum að við gætum þetta og sýndum það í leiknum
Pétur: Það var ekkert lið inni á vellinum
John Andrews: Vorum að spila gegn líklega besta liði landsins
Kallaði þetta gott eftir fimm hnéaðgerðir og fær góð ráð frá pabba sínum
Þurfti að róa Pablo eftir leik - „Leikmenn eiga ekki að skipta sér af áhorfendum“
„Ef þetta heldur svona áfram verða bara allir í banni eftir smá stund"
Hefði sætt sig við jafntefli - „Ég held að við höfum reynt 5 eða 6 plön í þessum leik“
Alex Freyr ósáttur: Þetta er bara sorglegt
Eysteinn á von á geggjuðum leik - „Jölli er alltaf Jölli í Portúgal"
Arnór Smára: Hafði persónulega mikla þýðingu fyrir mig
Draumadráttur Jökuls: Augnablik á stóran hluta af mínu hjarta og mun alltaf gera
Kjartan Henry: Hallgrímur sá ekki til sólar eftir það
Var vítaspyrnudómurinn í Árbæ rangur?
Lék sinn fyrsta leik í efstu deild og vildi víti - „Fann fyrir snertingu og lét mig detta"
Líður eins og Valsarar hafi tapað leiknum - „Hafði aldrei trú á því að hann væri að fara skora"
   mið 20. ágúst 2014 09:00
Brynjar Ingi Erluson
Íþróttafréttamaður Inter Channel: Tvö vandamál hjá Inter
Roberto Scarpini, lýsandi á Inter Channel
Roberto Scarpini, lýsandi á Inter Channel
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Roberto Scarpini, lýsandi hjá sjónvarpsstöð Inter, býst við öflugum leik á Laugardalsvelli á morgun er Inter mætir Stjörnunni í undankeppni Evrópudeildarinnar.

Scarpini sér um að lýsa leik Stjörnunnar og Inter fyrir stuðningsmenn liðsins heima á Ítalíu. Hann er oft kallaður rödd Inter en stuðningsmenn félagsins þekkja hann vel enda sér hann um að lýsa öllum leikjum liðsins.

,,Ég held að þetta gæti orðið góður leikur. Ég held að þetta sé stærsti leikur lífsins hjá Stjörnumönnum, þeir eru að mæta frábæru félagi með fræga leikmenn en leikurinn er 90 mínútur þó svo það sé annar leikur eftir viku," sagði Scarpini við Fótbolta.net.

Margir leikmenn Inter eru ekki leikfærir og þá voru nokkrir leikmenn liðsins að hefja æfingar fyrir einungis tíu dögum síðan svo hópurinn er ekki í jafnvægi.

,,Inter er að byrja tímabilið á meðan Stjarnan er á miðju tímabili. Þó svo Inter er sterkara lið þá eru aðstæðurnar þannig að margt gæti breyst í þessu svo ég held að þetta verði mjög áhugaverður leikur."

,,Ég veit það ekki. Ég held að Inter undirbýr sig mikið fyrir leikinn og ég held að það sé svipað hjá þjálfara Stjörnunnar. Ég held að þetta gæti orðið áhugaverður leikur."


Inter er mætt aftur í Evrópukeppni eftir árs fjarveru en það er búist við miklu af liðinu.

,,Það er mikilvægt fyrir Inter að vera í Evrópu því við vorum ekki þar á síðustu leiktíð. Það er mikilvægt að komast áfram og ég held að leikmennirnir og þjálfarinn vilji þetta og muni gera allt sem í valdi þeirra stendur til að koma liðinu áfram."

,,Það eru tvö vandamál. Sumir leikmenn eru að koma úr meiðslum og sumir leikmenn sem voru að byrja að æfa fyrir tíu dögum. Þeir sem byrjuðu að æfa fyrir mánuði síðan eru í góðum málum svo hópurinn er ekki í jafnvægi."

,,Hann veit að það eru ekki allir tilbúnir í 90 mínutna leik og það er aðalvandamálið. Ég er viss um að nokkrir yngri leikmenn fá sénsinn en ég vona að Inter vinni þetta,"
sagði hann að lokum.
Athugasemdir
banner
banner
banner