Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 20. ágúst 2014 16:34
Magnús Már Einarsson
Mackay tekur ekki við Crystal Palace
Malky Mackay.
Malky Mackay.
Mynd: Getty Images
Malky Mackay mun ekki taka við sem knattspyrnustjóri Crystal Palace eftir allt saman. Enskir fjölmiðlar greina frá þessu síðdegis í dag.

Í gær fullyrtu enskir fjölmiðlar að Mackay væri að taka við en ekki reyndist einhugur innan stjórnar Crystal Palace um ráðninguna.

Tim Sherwood, fyrrum stjóri Tottenham, þykir nú líklegastur til að tala við Crystal Palace.

Crystal Palace tapaði 2-1 gegn Arsenal í fyrstu umferð ensku úrvalsdeildarinnar um síðutsu helgi en félagið leitar nú að eftirmanni Tony Pulis sem hætti óvænt rétt fyrir mót.
Athugasemdir
banner
banner