Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mið 20. ágúst 2014 19:55
Elvar Geir Magnússon
Pepsi-deildin: FH og KR unnu eins og búist var við
Steven Lennon skoraði annað mark FH.
Steven Lennon skoraði annað mark FH.
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Tveir leikir voru í Pepsi-deild karla í kvöld en með þeim lauk 16. umferð deildarinnar. FH og KR unnu þar heimasigra eins og búist var við.

FH vann 2-0 sigur gegn Keflavík sem var öruggur og sanngjarn. Fyrra markið var sjálfsmark en það síðara kom frá Steven Lennon.

FH og Stjarnan eru jöfn að stigum með 35 stig á toppnum en FH er með betri markatölu og því á toppnum.

KR átti ekki sannfærandi frammistöðu gegn Fjölni en það dugði til sigurs. 1-0 sigur þar sem eina markið kom frá Gary Martin á 36. mínútu eftir sendingu Farid Zato. KR-ingar eru í þriðja sæti, sex stigum frá FH og Stjörnunni.

FH 2 - 0 Keflavík
1-0 Magnús Þórir Matthíasson ('15, sjálfsmark)
2-0 Steven Lennon ('62)

KR 1 - 0 Fjölnir
1-0 Gary Martin ('36)
Athugasemdir
banner
banner