Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   sun 20. ágúst 2017 14:00
Stefnir Stefánsson
Byrjunarlið Tottenham og Chelsea: Bakayoko byrjar
Mynd: Chelsea FC
Tottenham tekur á móti Chelsea á Wembley í dag klukkan 15:00. Búast má við hörkuviðureign en þessi tvö lið skipuðu efstu tvö sæti deildarinnar á síðasta tímabili.

Tottenham hóf þetta tímabil á góðum 2-0 útisigri gegn Newcastle á meðan Chelsea mátti þola óvænt tap gegn Burnley.

Tottenham, eru án Danny Rose, Erik Lamela og Georges-Kevin N'Koudou en þeir eru allir frá vegna meiðsla.

Chelsea endurheimtir Victor Moses en hann var í banni í síðasta leik, en hinsvegar er fyrirliði þeirra Gary Cahill að taka út fyrsta leikinn í þriggja leikja banni sem hann fékk. Þá er Fabregas einnig í banni.

Byrjunarlið Tottenham: Lloris, Trippier, Alderweireld, Vertonghen, Davies, Dier, Wanyama, Dembele, Eriksen, Dele, Kane.

Byrjunarlið Chelsea: Courtois, Rudiger, Alonso, Christensen, Luiz, Azpilicueta, Kanté, Bakayoko, Alonso, Moses, Willian, Morata
Athugasemdir
banner
banner
banner