Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   sun 20. ágúst 2017 07:45
Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson
Deildarmörk Hernandez á Englandi öll skoruð úr teignum
Mynd: Getty Images
Javier Hernández leikmaður West Ham og fyrrum leikmaður Man Utd hefur nú skorað 39 deildarmörk á Englandi.

Hann skoraði tvö fyrir West Ham í gær í 3-2 tapi gegn Southampton, þetta voru fyrstu mörkin hans í ensku úrvalsdeildinni eftir að hann kom til West Ham.

Hernández kann vel við sig í teignum en hann hefur skorað öll mörk sín í ensku úrvalsdeildinni úr vítateignum.

Hann á að baki 105 leiki í ensku úrvalsdeildinni.

Hér að neðan má sjá þessa tölfræði en þegar þetta var birt í gær hafði hann skorað 38 hann bætti við marki númer 39 í seinni hálfleik, það var einnig skorað innan vítateigs.





Athugasemdir
banner
banner
banner