Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
   sun 20. ágúst 2017 20:54
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Ítalía: Mílanó liðin unnu bæði örugglega - Tap hjá Emil
AC Milan byrjar á 3-0 sigri.
AC Milan byrjar á 3-0 sigri.
Mynd: Getty Images
Perisic skoraði fyrir Inter.
Perisic skoraði fyrir Inter.
Mynd: Getty Images
Emil spilaði allan leikinn hjá Udinese.
Emil spilaði allan leikinn hjá Udinese.
Mynd: Getty Images
Ítalska úrvalsdeildin, Sería A, er farin að rúlla. Núna voru að klárast sjö leikir í deildinni, en 1. umferð kláraðist með þessum leikjum.

Bæði Mílanó-liðin, AC og Inter, hefja þetta tímabil á sigri.

AC Milan, sem hefur styrkt sig rosalega í sumar, vann Crotone á útivelli 3-0. Crotone spilaði manni færri frá fimmtu mínútu og eftirleikurinn var auveldur fyrir Milan-menn. Franck Kessie, Patrick Cutrone og Suso skoruðu mörkin fyrir AC Milan.

Nágrannar AC í Inter unnu líka 3-0. Þeir höfðu betur gegn Fiorentina. Mauro Icardi skoraði tvö fyrstu mörk Inter í leiknum og Ivan Perisic, sem hefur verið sterklega orðaður við Manchester United, skoraði þriðja markið. Hann er víst ekki á förum frá Inter.

Nýliðar Spal náðu í stig gegn Lazio. Bologna og Torino skildu jöfn, rétt eins og Sassuolo og Genoa, og þá vann Sampdoria lið Benevento, en Fabio Quagliarella skoraði bæði mörk Sampdoria í leiknum.

Landsliðsmaðurinn Emil Hallfreðsson spilaði allan leikinn í tapi Udinese gegn Chievo. Ekki góð byrjun hjá Emil og félögum.

Bologna 1 - 1 Torino
1-0 Federico Di Francesco ('27 )
1-1 Adem Ljajic ('34 )

Crotone 0 - 3 Milan
0-1 Franck Kessie ('6 , víti)
0-2 Patrick Cutrone ('18 )
0-3 Suso ('23 )
Rautt spjald: Federico Ceccherini, Crotone ('5)

Inter 3 - 0 Fiorentina
1-0 Mauro Icardi ('6 , víti)
2-0 Mauro Icardi ('15 )
3-0 Ivan Perisic ('79 )

Lazio 0 - 0 Spal

Sampdoria 2 - 1 Benevento
0-1 Amato Ciciretti ('15 )
1-1 Fabio Quagliarella ('39 )
2-1 Fabio Quagliarella ('54 )

Sassuolo 0 - 0 Genoa

Udinese 1 - 2 Chievo
0-1 Roberto Inglese ('15 )
1-1 Cyril Thereau ('37 )
1-2 Valter Birsa ('54 )
Athugasemdir
banner
banner