sun 20. ágúst 2017 09:15
Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson
Joe Hart hélt síðast markinu hreinu í deildarleik í mars
Joe Hart í leik með Torino á Ítalíu.
Joe Hart í leik með Torino á Ítalíu.
Mynd: Getty Images
Joe Hart fór til West Ham í sumar á lánssamningi frá Manchester City.

Hann hefur ekki byrjað neitt allt of vel hjá West Ham en hann er búinn að fá á sig sjö mörk í fyrsta tveimur leikjunum á tímabilinu.

Hart lék einnig á láni á síðasta þá með Torino á Ítalíu, hann hélt síðast hreinu í deildarleik í mars-mánuði síðastliðnum.

Á þessum tíma hefur hann fengið á sig 27 mörk í 12 leikjum, það er alveg ljóst að þessi tölfræði þarf að batna hjá þessum 30 ára gamla markverði sem er mættur aftur í ensku úrvalsdeildina.



Athugasemdir
banner
banner
banner
banner