sun 20. ágúst 2017 19:58
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Noregur: Viðar Ari spilaði í sex marka leik
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Viking 2 - 4 Brann
0-1 D. Vega ('28)
1-1 T. Hoiland ('38, víti)
2-1 J. Ryerson ('61)
2-2 K. Skaanes ('63)
2-3 F. Haugen ('69)
2-4 P. O. Larsen ('90)

Viðar Ari Jónsson var í byrjunarliði Brann sem mætti Viking í deild þeirra bestu í Noregi í kvöld.

Viðar Ari spilaði lítið framan af tímabili, en hann virðist vera búinn að festa sæti sitt í hægri bakvarðarstöðunni.

Í kvöld spilaði hann allan leikinn þegar Brann mætti Viking í fjörugum leik. Brann komst 1-0 yfir, en fljótlega var staðan orðin 1-1.

Viking komst síðan 2-1 yfir, en Brann ætlaði ekki að tapa þessum leik, þeir ætluðu að vinna. Brann jafnaði stuttu eftir mark Viking og þeir komust síðan yfir nokkrum mínútum síðar.

Brann gerði síðan algjörlega út um leikinn á 90. mínútu og lokatölur voru 4-2 í þessum skemmtilega fótboltalei.

Brann er í öðru sæti deildarinnar, sjö stigum á eftir Rosenborg.
Athugasemdir
banner
banner