Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   sun 20. ágúst 2017 19:56
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Pepsi-deildin: Breiðablik ekki í vandræðum með Víking Ó.
Mynd: Fótbolti.net - Tomasz Kolodziejski
Víkingur Ó. 0 - 3 Breiðablik
0-1 Gísli Eyjólfsson ('13 )
0-2 Sveinn Aron Guðjohnsen ('40 )
0-3 Aron Bjarnason ('53 )
Lestu nánar um leikinn

Breiðablik sótti stigin þrjú til Ólafsvíkur í Pepsi-deild karla í kvöld.

Blikar, sem höfðu tapað tveimur leikjum í röð fyrir leikinn í kvöld, byrjuðu leikinn af miklum krafti og voru ekki lengi að ná forystunni. Gísli Eyjólfsson skoraði fyrsta markið með frábæru skoti.

Sveinn Aron Guðjohnson kom inn í byrjunarlið Breiðabliks og honum tókst að tvöfalda forystuna fimm mínútum fyrir leikhlé.

Það var síðan ekki mikið búið af seinni hálfleiknum þegar Aron Bjarnason gerði út um leikinn. Hann skoraði þriðja markið á 53. mínútu og þar við sat. Öruggur sigur Blika staðreynd.

Lokatölur 3-0 og Breiðablik er núna í áttunda sæti með 21 stig. Ólsarar eru með 19 stig.
Athugasemdir
banner
banner