Arsenal endurnýjar áhuga á Luiz - Man Utd reynir við Todibo - Tottenham vill Sudakov
banner
   sun 20. ágúst 2017 19:07
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Rússland: Sverrir og félagar héldu enn og aftur hreinu
Sverrir hefur verið að spila vel í Rússlandi.
Sverrir hefur verið að spila vel í Rússlandi.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Rostov 0 - 0 Krasnodar

Sverrir Ingi Ingason og félagar hans í rússneska liðinu Rostov gerðu markalaust jafntefli gegn Krasnodar í dag.

Leikurinn var í rússnesku úrvalsdeildinni, en Sverrir Ingi spilaði allan leikinn í vörninni hjá Rostov.

Rostov fékk fleiri færi í leiknum, en þeim tókst ekki að nýta þau.

Rostov er í þriðja sæti rússnesku úrvalsdeildarinnar með 14 stig. Vörn Rostov hefur verið einstaklega sterk á þessu tímabili. Liðið hefur aðeins fengið þrjú mörk á sig í sjö leikum og þá hefur það haldið hreinu í fjórum af þessum sjö leikjum sem eru búnir.

Því er ekki hægt að segja annað en að Sverrir hafi farið mjög vel af stað í Rússlandi með Rostov. Hann kom til liðsins frá spænska liðinu Granada, sem féll úr La Liga á síðasta tímabili, fyrr í sumar.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner