sun 20. ágúst 2017 20:17
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Spánn: Barcelona byrjar á sigri - Messi einmana
Mynd: Getty Images
Fyrsti leikur Katalóníurisanna í Barcelona í spænsku úrvalsdeildinni endaði með sigri. Þeir fengu Real Betis í heimsókn í kvöld.

Börsungar misstu auðvitað Neymar í sumar til PSG og þá var Luis Suarez ekki með í kvöld vegna meiðsla. Aðeins Messi var eftir í MSN-sóknarþríeykinu í kvöld. Hann var með Alcacer og Deulofeu frammi.

Það kom ekki að sök í kvöld því Barcelona vann leikinn 2-0. Fyrra markið var sjálfsmark, en það seinna skoraði Sergi Roberto.

Fín byrjun á tímabilinu hjá Börsungum, en í leik fyrr í dag gerðu Athletic Bilbao og Getafe markalaust jafntefli.

Athletic 0 - 0 Getafe
Rautt spjald: Alvaro Jimenez, Getafe ('66)

Barcelona 2 - 0 Betis
1-0 Alin Tosca ('36 , sjálfsmark)
2-0 Sergi Roberto ('39 )

B-deildin
Diego Jóhannesson, okkar maður, kom inn á sem varamaður þegar Real Oviedo tapaði 3-2 gegn Rayo Vallecano.
Athugasemdir
banner
banner
banner