sun 20. ágúst 2017 18:06
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Þýskaland: Gladbach lagði Köln - Rúrik gat ekki spilað
Leikmenn Gladbach fagna hér með stuðningsmönnum.
Leikmenn Gladbach fagna hér með stuðningsmönnum.
Mynd: Getty Images
Þýska Bundesligan er hafin. Í dag lauk 1. umferð deildarinnar.

Freiburg fékk Eintracht Frankfurt, en það er ekki hægt að segja mikið um þann leik. Það var ekki mikið sem gerðist í honum.

Liðin sættust á eitt stig hvort í markalausu jafntefli.

Leikur Borussia Mönchengladbach og Köln var síðan að klárast núna fyrir stuttu. Þar var aðeins eitt mark skorað.

Það gerði Nico Elvedi fyrir Mönchengladbach, sem stefnir á að vera í baráttunni um Evrópusætin. Góð byrjun hjá þeim.

Freiburg 0 - 0 Eintracht Frankfurt

Borussia M. 1 - 0 Köln
1-0 Nico Elvedi ('49 )

B-deildin
Íslendingalið Nürnberg gerði 2-2 jafntefli gegn Union Berlin. Rúrik Gíslason gat ekki takið þátt í leiknum vegna meiðsla.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner