lau 20. september 2014 11:06
Jón Stefán Jónsson
Heimild: Daily Telegraph 
Arsenal borgar hærri laun en Chelsea
Jack Wilshere og Danny Welbeck fá eflaust fyrir salti í grautinn.
Jack Wilshere og Danny Welbeck fá eflaust fyrir salti í grautinn.
Mynd: Getty Images
Í fyrsta skipti í rúman áratug borgar Arsenal hærri heildarlaun en Chelsea. Einungis Manchester liðin tvö, City og United borga hærri laun en Arsenal í ensku úrvalsdeildinni. Chelsea kemur svo í fjórða sætinu hvað launakostnað varðar en það er enska blaðið Daily Telegraph sem greinir frá þessu.

Samkvæmt Telegraph eyðir Arsenal yfir 180 milljónum punda í laun á ársgrundvelli en Man United og Man City eyða bæði vel yfir 200 milljónum punda í árslaun. Ekki kemur fram hvort liðið eyðir meiru.

Chelsea hins vegar greiddi á síðast liðnu ári um 176 milljónum punda í laun en talið er að launakostnaður þeirra hafi lækkað eða í það minnsta staðið í stað milli tímabila í kjölfar brottfarar Frank Lampard, David Luiz, Ashley Cole og Fernando Torres.

Arsenal og Manchester United þurfa þó í það minnsta ekki að hafa áhyggjur af launakostnaði sínum því tekjur félaganna eru langt umfram þennan kostnað . Arsenal halaði í fyrsta sinn í sögunni inn yfir 300 milljónir punda í tekjur á síðasta ári og United var með vel yfir 400 milljónir punda í tekjur.

Chelsea var allt frá árinu 2003 og til ársins 2011 það félag sem borgaði hæsta launapakkann í ensku úrvalsdeildinni en tímabilið 2011-2012 fór Manchester City fram úr þeim. Tímabilið 2012-2013 fór svo Manchester United fram úr Chelsea og nú á þessu tímabili fer Arsenal fram úr þeim.

Megin ástæða þessarar þróunar samkvæmt frétt Telegraph er nýjar reglur UEFA varðandi rekstur félaga. Man Utd og Arsenal eru mun tekjuhærri en Chelsea og geta því leyft sér að eyða meiri peningum í laun án þess að hafa áhyggjur af því að brjóta reglurnar.

Athugasemdir
banner
banner
banner