Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   lau 20. september 2014 10:10
Elvar Geir Magnússon
Bale hefur ekki leikið sinn síðasta leik fyrir Spurs
Powerade
Gareth Bale í landsleik gegn Íslandi.
Gareth Bale í landsleik gegn Íslandi.
Mynd: Getty Images
Konoplyanka er á leið til Inter.
Konoplyanka er á leið til Inter.
Mynd: Getty Images
Góðan og margblessaðan. Það er kominn laugardagur en hér að neðan má sjá helsta slúður ensku blaðanna. Að vanda var það BBC sem tók pakkann saman.

Gareth Bale (25 ára) framherji Real Madrid hefur ýjað að því að hann snúi aftur til Tottenham í framtíðinni. (Metro)

Jose Mourinho, stjóri Chelsea, hefur útilokað það að Chelsea kaupi Cristiano Ronaldo (29) frá Real Madrid. Leiðin er því greiðari fyrir Manchester United. (Metro)

Lous van Gaal, stjóri Manchester United, viðurkennir að hann væri til í að sækja Ronaldo og fá hann aftur á Old Trafford en efast um að Real Madrid sé tilbúið að selja hann. (The Sun)

Arsenal fær samkeppni um varnarmanninn Fabian Schar (22) hjá Basel en Inter og Dortmund hafa áhuga á leikmanninum. (Daily Mirror)

Inter er að vinna samkeppnina við Liverpool um vængmanninn Yevhen Konoplyanka (24) hjá Dnipro. Leikmaðurinn var nálægt því að fara til Liverpool í janúarglugganum síðasta. (Metro)

Jose Mourinho, stjóri Chelsea, segir að Manchester City hefði átt að missa stig og vera svipt titlum sínum í stað þess að fá sekt fyrir að brjóta fjármálareglur FIFA. (Daily Express)

Mourinho lokar ekki á að Frank Lampard (36) snúi aftur til Chelsea á einhverjum tímapunkti og telur að lánsdvöl hans hjá Manchester City frá New York City hafi ekki neikvæð áhrif á orðspor hans hjá Chelsea. (GetWestLondon)

Launakostnaður Arsenal er sagður vera hærri en hjá Chelsea í fyrsta sinn í yfir áratug. (Telegraph)

Micah Richards, varnarmaður Manchester City, segir að lágpunktur ferils síns hafi verið þegar Manuel Pellegrini tók sig af velli í hálfleik gegn Watford. Richards er hjá Fiorentina á lánssamningi. (Guardian)

Steve Bruce hefur blásið á þær sögur að hann muni hætta sem stjóri Hull til að taka við Newcastle en það er ansi heitt undir Alan Pardew. (Times)

Paul Lambert, stjóri Aston Villa, segist hafa valið Roy Keane sem aðstoðarmann vegna þess að hann „sé of góður til að vera sparkspekingur í sjónvarpi". (Birmingham Mail)

David Meyler, miðjumaður Hull, samþykkir afsökunarbeðni Pardew fyrir skallann fræga í mars. (Daily Mail)

Phil Jagielka, varnarmaður Everton (32), hefur viðurkennt að hann muni kannski ekki vinna sæti í enska landsliðinu á ný. (Independent)

David Silva, leikstjórnandi Manchester City (28), telur að liðið hafi ekki efni á að tapa gegn Chelsea um helgina. (Manchester Evening News)

Yaya Sanogo (21) sóknarmaður Arsenal segist ekki hafa áhyggjur af samkeppninni þrátt fyrir komu Danny Welbeck (23) frá Manchester United. (Daily Mail)

Neil Warnock segir að næsta starf Roberto Martinez stjóra Everton verði að taka við Barcelona eða Real Madrid. (Daily Mirror)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner