Höskuldur skoraði tvö: Var með ágætis tilfinningu í nýjum skóm
Jón Þór: Þessi leikur á eftir að nýtast okkur helling
Dóri staðfestir viðræðuslitin: Var kannski ekki eins og menn höfðu séð fyrir sér
Gummi Tóta: Vonaðist til að hjálparvörnin kæmi
Andri Lucas: Vonandi komumst við á stórmót eins fljótt og hægt er
Daníel Leó: Menn eru ennþá í áfalli
Hákon Arnar: Ég vona það fyrir framtíðina
Stefnan er sett á HM - „Maður lærir mest þegar á móti blæs“
„Ekkert eðlilega svekkjandi, ömurlegt bara"
Jói Berg: Grátlegt að vera svona nálægt þessu og ná ekki á EM
Jón Dagur: Líður eins og tímabilið sé búið
Hareide lítur björtum augum á framtíðina - „Þurfum fleiri varnarmenn"
Furðar sig á ákvörðun Rebrov - „Held að Guðmundsson skori"
Beðið um mynd í miðju viðtali - „Ef þú syngur með okkur í 90 mínútur þá ertu í Tólfunni"
Joey Drummer: Besta stund sem ég hef upplifað
Siggi Bond með innherjaupplýsingar fyrir leikinn í kvöld
Sjáðu auglýsinguna fyrir Bestu deildina 2024 - Þekkt andlit í nýjum aðstæðum
27 þúsund miðar seldir á Úkraína - Ísland í Wroclaw skálinni
Víðir Sig: Væri gaman ef annar draumur myndi rætast í þessari borg
Jói bjartsýnn á að geta spilað - „Það róaði taugarnar ansi mikið"
banner
   lau 20. september 2014 17:18
Elvar Geir Magnússon
Bjarki Már: Væri mjög svekktur ef við gefumst upp
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
,,Það eru búnar að vera ein, tvær svefnlausar nætur í sumar," sagði Bjarki Már Árnason þjálfari Tindastóls eftir 4-0 tap gegn Leikni í dag en liðið var þegar fallið úr deildinni.

Lestu um leikinn: Leiknir R. 4 -  0 Tindastóll

,,Sumarið er samt búið að vera lærdómsríkt og ég er samt mjög ánægður með liðið mitt. við höfum lagt okkur fram og reynt að spila fótbolta og verið að gera fína hluti inn á milli."

Þó enginn hafi búist við miklu af Tindastóli byrjaði mótið vel hjá þeim og þeir voru að stríða liðum og nálægt því að vinna leiki þó enginn hafi unnist en fjögur jafntefli fengu þeir.

,,Þetta féll ekki alveg með okkur, sérstaklega framan af en ég gef kredit til minna stráka þeir eru mjög flottir í þessu. Ég vona að flestir þeirra taki baráttuna með okkur á næsta ári. Ég veit að einhverjir eru að spá í hreyfingu en vona að bróðurhlutinn haldi áfram. Þetta eru ungir strákar og hafa framtíðina fyrir sér."

Orðrómur hefur verið uppi um að Tindastóll ætli ekki að vera með lið í 2. deildinni og jafnvel fara í þá neðstu. En verða þeir með í 2. deildinni í sumar?

,,Ég ætla rétt að vona það. Ég verð ansi svekktur ef við förum í gegnum svona strembið tímabil og gefumst svo upp og förum eitthvað annað. Ég á ekki von á öðru, ég yrði mjög svekktur ef þetta er eitthvað annað en það," sagði Bjarki en verður hann sjálfur áfram með liðið?

,,Ég hef ekki hugmynd um það. Það var stefnt á að klára þetta tímabil og svo held ég að menn séu ekki farnir að spá í hinu. Þetta kemur í ljós, hvort ég hafi tíma eða hvort félagið vilji halda mér."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner