Arsenal endurnýjar áhuga á Luiz - Man Utd reynir við Todibo - Tottenham vill Sudakov
   lau 20. september 2014 09:50
Elvar Geir Magnússon
Darko Milanic að taka við Leeds
Darko Milanic, næsti stjóri Leeds.
Darko Milanic, næsti stjóri Leeds.
Mynd: Getty Images
Leeds United er að ganga frá ráðningu á Darko Milanic sem nýjum knattspyrnustjóra á Elland Road.

Þessi 46 ára stjóri Sturm Graz i Austurríki var á sínum tíma landsliðsmaður Júgóslavíu og Slóveníu.

Hann er að fá sig lausan frá Sturm Graz áður en hann getur skrifað undir hjá Leeds.

Hann er fyrrum stjóri Maribor og vann níu titla þegar hann var við stjórnvölinn þar.

Leeds er í 14. sæti Championship-deildarinnar en Neil Redfearn hefur stýrt liðinu tímabundið eftir að David Hockaday var rekinn í síðasta mánuði.
Athugasemdir
banner