Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   lau 20. september 2014 12:44
Jón Stefán Jónsson
Heimild: Sky Sports 
Mourinho: Viðurlögin við reglubrotum verða að vera meiri
Jose Mourinho
Jose Mourinho
Mynd: Getty Images
Jose Mourinho, knattspyrnustjóri Chelsea vill að tekið verði harðar á liðum sem brjóta af sér varðandi fjármálareglur UEFA. Þetta segir hann í aðdraganda leiksins við Manchester City á morgun.

Manchester City voru sektaðir um 50 milljónir punda fyrir brot á reglunum á síðasta tímabili og meistaradeildar hópur þeirra í ár má einungis vera skipaður 21 leikmanni í stað 24 eins og venjulega.

Sektin sem City þarf að greiða gæti hins vegar lækkað í 20 milljónir punda ef liðið stenst reglugerðir um fjármál á næstu tímabilum.

Mourinho finnst þessi viðurlög hins vegar ekki nóg og telur að viðurlögin við brotum á reglunum ættu að vera mun meiri.

„Allir vita af þessum reglum og sektunum við brotum á þeim. En eru sektir leiðin til þess að ná fram réttlætinu? Eru þær sanngjarnar? Mitt álit er að draga eigi stig af liðum og svipta þau titlum, brjóti þau reglurnar.

Mér finnst skjóta skökku við að ef þú ert fjársterkur, sem gerir þér kleift að borga meir en reglurnar leyfa og veist að viðurlögin eru einungis sektir. Þá heldurðu áfram að gera þetta ef þú vinnur titla.

Viðurlögin verða að vera meiri, þú veist fyrirfram að í stað 24 leikmanna byrjarðu kannski með 22 leikmenn í meistaradeildarhóp næsta tímabils ef þú brýtur reglurnar. Það hefur ekki mikil áhrif.

Hins vegar ef þú vissir að viðurlögin væru þannig að næsta tímabil myndir þú byrja með 6 stig í mínus í riðlakeppni Meistaradeildarinnar eða þá vera færður í Evrópudeildina , þá myndi það hafa miklu meiri áhrif,“
sagði Mourinho.

Athugasemdir
banner
banner
banner