Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   lau 20. september 2014 13:53
Jón Stefán Jónsson
Pardew segir mótmælin gegn sér trufla leikmenn
Stuðningsmenn Newcastle vilja Alan Pardew burt hið fyrsta.
Stuðningsmenn Newcastle vilja Alan Pardew burt hið fyrsta.
Mynd: Getty Images
Alan Pardew, knattspyrnustjóri Newcastle, segir að mótmælin gegn sér trufli leikmenn inni á vellinum og einbeitingu þeirra fyrir leik og á meðan á honum stendur.

Newcastle spilar í dag við Hull á heimavelli og hafa stuðningsmenn liðsins mótmælt mikið fyrir leik í dag, þeir vilja Pardew burt úr knattspyrnustjórastólnum hið fyrsta. Búist við því að mótmælin munu standa sem hæst á meðan á leiknum stendur og eftir hann, sér í lagi ef leikurinn tapast.

,,Ástandinu núna mætti nánast líkja við gríðarlega móðursýki," segir Pardew í viðtali við Sky Sports. ,,Ástandið er komið á það stig að erfitt er fyrir leikmenn að standa sig. Ég vona að við getum snúið þessu við en ég veit að það verður ekki auðvelt.

Fólk hefur sagt að mér sé sama um félagið, ætli bara að halda áfram þar til ég verði rekinn þar sem ég er með svo langan samning. Það gæti ekki verið ósannara, mér leið mjög illa eftir tapleikinn um síðustu helgi gegn Southampton. Frammistaða okkar í þeim leik var ekki verðug þess að spila fyrir þetta félag og ég kenni sjálfum mér meir um en leikmönnum."
Athugasemdir
banner
banner
banner