Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   lau 20. september 2014 11:55
Jón Stefán Jónsson
Heimild: Sky Sports 
Van Gaal telur ekki betra að vera án Evrópukeppni í titilbaráttunni
Van Gaal segir það ekki hjálpa United í deildinni að vera ekki í evrópukeppni
Van Gaal segir það ekki hjálpa United í deildinni að vera ekki í evrópukeppni
Mynd: Getty Images
Louis van Gaal, knattspyrnustjóri Manchester United telur að sú staðreynd að liðið sé ekki í meistaradeildinni á þessu tímabili minnki möguleika liðsins á því að vinna ensku úrvalsdeildina.

Hann er því augljóslega ósammála Jose Mourinho, stjóra Chelsea sem kvartaði yfir því á síðasta tímabili að Liverpool hefði forskot á keppinauta sína í ensku deildinni þar sem liðið tók ekki þátt í Evrópukeppni.

Van Gaal sér hlutina í öðru ljósi. ,,Ég tel það best að spila reglulega við bestu lið heims, frekar en að æfa margsinnis í viku," sagði van Gaal í viðtali við Sky Sports.

,,Af því leiðir að ég tel að betra sé að vera í meistaradeildinni, því þar keppirðu reglulega á móti sterkum andstæðingum. Við sáum í vikunni að öll ensku liðin fengu alvöru leiki. Öll liðin hafa góða hópa, ekki bara 16 góða leikmenn heldur fleiri en 25 og því er mikilvægt að halda taktinum."

Athugasemdir
banner
banner
banner