Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   lau 20. september 2014 22:00
Grímur Már Þórólfsson
Wenger: Özil var frábær
Özil í leiknum í dag
Özil í leiknum í dag
Mynd: Getty Images
Arsene Wenger hrósaði frammistöðu Mesut Özil í 3-0 sigri Arsenal á Aston Villa í dag.

Özil hefur verið gagnrýndur fyrir frammistöðu sína undanfarnar vikur en hann kom Arsenal yfir í leiknum og lagði svo upp mark fyrir Danny Welbeck.

„Hann lék mjög vel. Það var þó enginn sem lék illa í dag og hann var partur af því.“

„Hann nýtti sér að vera að spila í sinni stöðu og samspil hans og Welbeck var mjög gott.“

Þrátt fyrir tapið gegn Dortmund í meistaradeildinni er Wenger ánægður með byrjun liðsins á tímabilinu.

„Þetta er jákvæð byrjun. Eftir heimsmeistaramótið urðum við að vinna sterkt lið Besiktas til að komast í meistaradeildina sem tókst.“

„Við áttum svo erfiða byrjun í úrvalsdeildinni gegn Everton og Leicester. Ég er þó sannfærður um að þetta sé jákvæð byrjun og að við séum að verða sterkari.“

Um mörkin þrjú sem Arsenal skoraði á fjórum mínútum sagði Wenger: „Þetta gerðist mjög fljótt við nýttum okkur kannski vonbrigði þeirra eftir fyrsta markið.“

„Mér fannst við alltaf stjórna leiknum, jafnvel áður en að við skoruðum. Í síðari hálfleik var leikurinn búinn og við gátum stjórnað leiknum ennþá meira.“
Athugasemdir
banner
banner