Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   þri 20. september 2016 11:13
Elvar Geir Magnússon
Heimild: Nútíminn 
KSÍ hafnaði tilboði um að hafa Ísland í FIFA 17
Pogba er í FIFA 17 en ekki Ísland.
Pogba er í FIFA 17 en ekki Ísland.
Mynd: EA Sports
EA Sports, framleiðandi FIFA fótboltatölvuleikjanna, hafði áhuga á því að hafa íslenska landsliðið í nýjustu útgáfu leiksins. Knattspyrnusamband Íslands hafnaði tilboði fyrirtækisins.

Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ, segir í samtali við Nútímann að EA Sports hafi boðið lága fjárhæð fyrir réttindin, lítilræði sem KSÍ sætti sig ekki við.

Ekki náðust samningar um hærri upphæð og því verður Ísland ekki með í þetta skipti. Geir segir að þetta sé í fyrsta skipti í mörg ár sem tölvuleikjaframleiðandinn sækist eftir því að hafa Ísland í leiknum.

Sjá einnig:
Víkingaklappið verður í FIFA 17

Uppfært 11:55: Í samtali við Vísi segir Geir Þorsteinsson að tilboð EA Sports hafi verið um ein milljón króna.
Athugasemdir
banner
banner
banner