Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mið 20. september 2017 11:15
Elvar Geir Magnússon
Bestur í 2. deild: Fannst dómarinn lesa atvikið illa
Leikmaður 21. umferðar: Pétur Bjarnason (Vestri)
Pétur er tvítugur og vill spila í sterkari deild sem fyrst.
Pétur er tvítugur og vill spila í sterkari deild sem fyrst.
Mynd: Fótbolti.net - Jónína Guðjörg Guðbjartsdóttir
Pétur hefur skorað sex mörk í 2. deildinni í sumar.
Pétur hefur skorað sex mörk í 2. deildinni í sumar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Pétur í leiknum gegn Magna.
Pétur í leiknum gegn Magna.
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Pétur Bjarnason var svo sannarlega í aðalhlutverki þegar Vestri vann 3-1 útisigur gegn Magna á Grenivík í 21. og næst síðustu umferð 2. deildarinnar.

Pétur lagði upp mark á frábæran hátt og fiskaði víti sem hann skoraði úr áður en hann fékk umdeild rautt spjald fyrir að sparka boltanum í burtu í fagnaðarlátunum eftir vítaspyrnuna.

Vestri komst í 2-0 með vítinu en rauða spjaldið kom á 53. mínútu.

Pétur er leikmaður umferðarinnar en við byrjuðum á að spyrja hann út í rauða spjaldið sem Sigurður Hjörtur Þrastarson dómari gaf honum.

„Mér fannst þetta frekar „soft" allt saman. Fyrra spjaldið var fyrsta tæklingin mín í leiknum en svona var línan sett, það mátti lítið snertast. Rauða spjaldið kom mér á óvart, það var aldrei ætlunin að tefja eða vera með einhverja stæla. Mér fannst dómarinn lesa atvikið illa en ég bauð svo sem upp á þetta. Ég vissi þó að strákarnir myndu klára þetta, sérstaklega eftir þriðja markið. Nonni kassi hefði líklega látið mig heyra það ef við hefðum misst þetta niður," segir Pétur.

Vestri er í áttunda sæti en eftir úrslitin var ljóst að liðið væri laust við fallhættu þegar ein umferð er eftir.

„Það var mikill léttir, sérstaklega vegna þess að það var möguleiki á því að þetta myndi enda í úrslitaleik við Hött um sæti í deildinni. Við höfðum lítinn áhuga á því."

Pétur viðurkennir að það sé svekkjandi að missa af lokaleiknum.

„Jújú, svekkjandi auðvitað. Það er alltaf stemning í lokaleiknum en kannski spila ég og þá bara undir öðru nafni á skýrslunni," segir Pétur kíminn.

Hvernig metur hann tímabilið hjá Vestra?

„Okkur gekk fínt á móti sterkari liðum deildarinnar en það er eitthvað sem gerist hjá okkur þegar við erum sterkara liðið og pressan er á okkur. Við spiluðum voðalega lítinn sóknarbolta á tímapunkti, það var orðið frekar þreytt, sérstaklega fyrir mig sem sóknarmann. Við bættum okkur í seinni hlutanum og fengum tvo þjálfara inn, Nonna og Pétur Markan til að hressa upp á þetta. Mér fannst það ganga en úrslitin féllu ekki nógu vel með okkur. Við erum í séns á að klára tímabilið með þremur sigrum í röð sem hefur ekki gerst í allt sumar, það er jákvætt en tímabilið heilt yfir eru vonbrigði."

Pétur er tvítugur að aldri. Við spurðum hann út í framhaldið. Reiknar hann með að spila áfram með Vestra og gera atlögu að því að komast upp á næsta ári?

„Ég hafði hugsað mér að horfa á Hattar leikinn og mæta svo á lokahóf áður en ég færi að spá í næsta tímabil. Mig langar allaveganna að spila í sterkari deild sem fyrst," segir Pétur að lokum.

Fyrri leikmenn umferðarinnar:
20. umferð - Styrmir Gauti Fjeldsted (Njarðvík)
19. umferð - Pétur Heiðar Kristjánsson (Magni)
18. umferð - Milan Tasic (Víðir)
17. umferð - Jón Gísli Eyland Gíslason (Tindastóll)
16. umferð - Tanner Sica (Tindastóll)
15. umferð - Gonzalo Zamorano Leon (Huginn)
14. umferð - Pawel Grudzinski (Víðir)
13. umferð - Wentzel Steinarr Ragnarsson Kamban (Afturelding)
12. umferð - Kristinn Þór Rósbergsson (Magni)
11. umferð - Halldór Bogason (KV)
10. umferð - Blazo Lalevic (Huginn)
9. umferð - Kenneth Hogg (Tindastóll)
8. umferð - Andri Fannar Freysson (Njarðvík)
7. umferð - Bjarki Baldvinsson (Völsungur)
6. umferð - Ragnar Þór Gunnarsson (Tindastóll)
5. umferð - Hjörtur Geir Heimisson (Magni)
4. umferð - Stefán Birgir Jóhannesson (Njarðvík)
3. umferð - Andri Fannar Freysson (Njarðvík)
2. umferð - Kristján Atli Marteinsson (Magni)
1. umferð - Sæþór Olgeirsson (Völsungur)
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner