Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mið 20. september 2017 07:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Ekki rifrildi við Allegri sem orðsakaði brottför Bonucci
Bonucci er kominn með fyrirliðabandið hjá AC Milan.
Bonucci er kominn með fyrirliðabandið hjá AC Milan.
Mynd: Getty Images
Þegar Leonardo Bonucci ákvað að yfirgefa Ítalíumeistara Juventus og fara til AC Milan voru margir hissa. Hver er ástæðan? Það er spurning sem fjöldinn allur af fjölmiðlum velti fyrir sér, en nú hefur eiginkona leikmannsins varpað ljósi á félagaskiptin.

Undir lok síðasta tímabils komu fréttir um það að samband Bonucci og Massimiliano Allegri, stjóra Juventus, væri orðið stirrt, það væri ástæðan fyrir því að hann hefði ákveðið að fara.

Eiginkona hans segir þetta hins vegar ekki rétt.

„Hann kom aldrei til mín og sagðist vilja fara frá Juve," sagði eiginkona hans við Rai Radio 1. „Við heyrðum af áhuga og við fórum að íhuga hugmyndina, en Leonardo er sjálfstæður í sínum vinnubrögðum og ég studdi við bakið á honum," sagði hún.

„Hann tók ekki þessa ákvörðun eftir rifrildi við Allegri. Hann vildi breyta um umhverfi, en hann er rólegur núna."
Athugasemdir
banner
banner
banner