mið 20. september 2017 10:14
Elvar Geir Magnússon
Hörður og Jói Berg fá góða dóma - Birkir sagður skorta sjálfstraust
Hörður Björgvin í leik með Bristol.
Hörður Björgvin í leik með Bristol.
Mynd: Getty Images
Fjórir Íslendingar komu við sögu í enska deildabikarnum í gær.

Hörður Björgvin Magnússon heldur áfram að fá að spila í bikarnum en hann var í byrjunarliðinu í 2-0 sigri gegn úrvalsdeildarliðinu Stoke City.

Bristol Post gefur Herði 7 í einkunn og segir að hann hafi náð vel saman við Callum O'Dowda sem var á vinstri kantinum.

Jóhann Berg Guðmundsson og félagar í Burnley gerðu 2-2 jafntefli við Leeds en töpuðu í vítaspyrnukeppni. Jói Berg fær góða umsögn hjá Lancashire Telegraph sem segir að hann hafi verið duglegur að skapa fram á við.

Aston Villa tapaði 0-2 fyrir Middlesbrough og spilaði Birkir Bjarnason allan leikinn. Birkir fær aðeins 4 í einkunn hjá Birmingham Mail og sagt að hann hafi verið lítið sem ekkert í boltanum. Í umsögn er talið að hann skorti sjálfstraust en Birkir hefur ekki náð að sýna sínar bestu hliðar fyrir Villa og fengið töluverða gagnrýni.

Jón Daði Böðvarsson kom inn á sem varmaður fyrir Reading þegar rúmur stundafjórðungur var eftir af 0-2 tapleik Reading gegn Swansea, en hann náði ekki að setja mark sitt á leikinn.

Hér að neðan eru leikir kvöldsins í deildabikarnum. Gylfi Þór Sigurðsson og félagar í Everton mæta Sunderland.

Leikir dagsins:
18:45 Everton - Sunderland
18:45 Arsenal - Doncaster (Stöð 2 Sport 2)
18:45 Chelsea - Nott. Forest (Stöð 2 Sport 3)
19:00 West Brom - Manchester City (Stöð 2 Sport 4)
19:00 Manchester United - Burton Albion (Stöð 2 Sport)

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner