Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mið 20. september 2017 05:55
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Ítalía í dag - Juventus, AC Milan og Emmi Hallfreðs
Dybala skoraði þrennu í síðasta leik.
Dybala skoraði þrennu í síðasta leik.
Mynd: Getty Images
Emil og félagar mæta Torino.
Emil og félagar mæta Torino.
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Það eru heilir níu leikir í ítalska boltanum í dag. Ítalski boltinn er alltaf að verða vinsælli og vinsælli og nú er byrjað að sýna hann aftur hér á landi. Einn leikur er í beinni útsendingu á SportTV í dag.

Það er leikur Juventus og Fiorentina. Paulo Dybala var í stuði um helgina og ef Fiorentina ætlar að gera eitthvað í þessum leik þá verða þeir að stoppa þennan öfluga argentíska landsliðsmann.

Juventus er með fullt hús stiga, alveg eins og Napoli sem á einnig leik í dag. Napoli heimsækir Lazio í höfuðborginni.

AC Milan, sem hefur farið vel af stað, fær nýliða Spal í heimsókn og þá fá aðrir nýliðar, Benevento, lið Roma í heimsókn.

Að lokum ber svo að greina frá því að Emil Hallfreðsson og félagar í Udinese mæta Torino. Emil var ónotaður varamaður í síðasta leik, en hann fær vonandi einhverjar mínútur í dag.

Hér að neðan eru allir leikir dagsins.

Leikir dagsins:
16:00 Benevento - Roma
18:45 Atalanta - Crotone
18:45 Cagliari - Sassuolo
18:45 Genoa - Chievo
18:45 Hellas Verona - Sampdoria
18:45 Juventus - Fiorentina (SportTV)
18:45 Lazio - Napoli
18:45 AC Milan - Spal
18:45 Udinese - Torino

Sjá einnig:
Ítalski boltinn - Lazio
Stöðutaflan Ítalía Serie A - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Inter 33 27 5 1 79 18 +61 86
2 Milan 33 21 6 6 64 39 +25 69
3 Juventus 33 18 10 5 47 26 +21 64
4 Bologna 33 17 11 5 48 26 +22 62
5 Roma 32 16 7 9 57 38 +19 55
6 Atalanta 32 16 6 10 59 37 +22 54
7 Lazio 33 16 4 13 42 35 +7 52
8 Napoli 33 13 10 10 50 41 +9 49
9 Fiorentina 32 13 8 11 45 36 +9 47
10 Torino 33 11 13 9 31 29 +2 46
11 Monza 33 11 10 12 35 43 -8 43
12 Genoa 33 9 12 12 35 40 -5 39
13 Lecce 33 8 11 14 30 48 -18 35
14 Cagliari 33 7 11 15 36 56 -20 32
15 Verona 33 7 10 16 31 44 -13 31
16 Empoli 33 8 7 18 26 48 -22 31
17 Udinese 32 4 16 12 30 48 -18 28
18 Frosinone 33 6 10 17 40 63 -23 28
19 Sassuolo 33 6 8 19 39 65 -26 26
20 Salernitana 33 2 9 22 26 70 -44 15
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner