Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 20. september 2017 06:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Jadon Sancho bíður eftir leyfi til að spila með Dortmund
Sancho kom til Dortmund frá Manchester City.
Sancho kom til Dortmund frá Manchester City.
Mynd: Twitter
Jadon Sancho gekk til liðs við Borussia Dortmund frá Manchester City á lokadegi félagaskiptagluggans, en hann hefur ekki enn spilað með sínu nýja félagi - hann bíður enn eftir leyfi til að gera það.

Dortmund borgaði í kringum 10 milljónir punda fyrir hinn 17 ára gamla Sancho á gluggadeginum.

Hann fékk treyjunúmerið sem Ousmane Dembele lék í áður en hann fór til Barcelona og því var búist við því að Sancho myndi fá nokkuð stórt hlutverk í liði Dortmund.

Sancho hefur ekki enn spilað fyrir Dortmund, en hann getur ekki spilað fyrir þýska liðið fyrr en FIFA gefur grænt ljós á það.

Talið er að það hafi gengið erfiðlega að fá leyfi fyrir hann þar sem hann er svo ungur.

Samkvæmt frétt BBC eru Dortmund-menn rólegir yfir stöðunni.
Athugasemdir
banner
banner
banner