Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 20. september 2017 09:30
Magnús Már Einarsson
Klopp talar um af hverju Coutinho fór út af í hálfleik
Coutinho í leiknum í gær.
Coutinho í leiknum í gær.
Mynd: Getty Images
Philippe Coutinho var í byrjunarliði Liverpool í 2-0 tapi gegn Leicester í enska deildabikarnum í gær.

Coutinho var að byrja sinn annan leik á tímabilinu en hann byrjaði einnig gegn Burnley á laugardag.

Coutinho var tekinn af velli í hálfleik í gærkvöldi en þá var staðan markalaus. Brasilíumaðurinn missti af fyrstu leikjum tímabilsins meðan framtíð hans var í óvissu en hann er nú að komast aftur í leikform.

„Þetta var áætlunin fyrir leik. Hann þarf leiktíma en við gátum ekki látið hann spila aftur í 90, 60 eða 80 mínútur svo þetta voru 45 mínútur," sagði Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, eftir leik.

„Við þurfum að koma honum í form en við viljum ekki ýta á hann. Það er málið. Phil var góður í leiknum og hann er á áætlun."
Athugasemdir
banner
banner
banner