Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   mið 20. september 2017 09:10
Magnús Már Einarsson
Þrír framherjar orðaðir við Man Utd
Powerade
Alexis Sanchez er orðaður við Manchester United.
Alexis Sanchez er orðaður við Manchester United.
Mynd: Getty Images
Ensku slúðurblöðin halda áfram að koma með kjaftasögur. Njótið!



Neymar (25) vill að PSG selji Edinson Cavani (30) eftir rifrildi þeirra um vítaspyrnu í leik um helgina. (Daily Mail)

Gabriel Jesus (20) er að gera nýjan samning við Manchester City upp á 150 þúsund pund í laun á viku. (Daily Mirror)

Jose Mourinho, stjóri Manchester United, vill fá Alexis Sanchez (28) frá Arsenal. Sanchez er einnig á óskalista Mancheter City. (Sun)

Barcelona mistókst að kaupa Antoine Griezmann (26) frá Atletico Madrid á 124 milljónir punda í sumar. Manchester United sýndi Griezmann einnig áhuga í sumar. (Talksport)

Tottenham er að íhuga að fá Cenk Tosun (26) framherja Besiktas í sínar raðir í janúar. Crystal Palace og Newcastle sýndu Tosun áhuga í sumar. (Talksport)

Manchester United hefur áhuga á Pietro Pellegri (17) framherja Genoa en hann skoraði tvívegis gegn Lazio um helgina. (Metro)

Manchester United og Manchester City eru á meðal félaga sem berjast um Sergej-Milinkovic-Savic, framherja Lazio (22). (Daily Mirror)

Jack Wilshere (25) vill fara frá Arsenal til West Ham í janúar. Arsenal hefur ekki hafið viðræður við Wilshere um nýjan samning. (Daily Star)

Real Madrid er að íhuga að selja Karim Benzema (29) til Arsenal. (Daily Star)

Mathieu Flamini (33), fyrrum miðjumaður Arsenal, er ekki búinn að loka ferlinum. Flamini er að reyna að finna sér félag en hann yfirgaf Crystal Palace í sumar. (Sun)
Athugasemdir
banner
banner
banner