Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
banner
   mið 20. september 2017 12:00
Magnús Már Einarsson
Zaza skoraði þrennu á átta mínútum
Að komast í gang.
Að komast í gang.
Mynd: Getty Images
Ítalski framherjinn Simone Zaza er að komast í gang eftir að hafa átt erfitt uppdráttar árið 2016.

Zaza fór á kostum í gærkvöldi þegar hann skoraði þrennu á átta mínútna kafla í 5-0 sigri Valencia á Malaga.

Zaha klúðraði víti gegn Þýskalandi í 16-liða úrslitum EM í fyrrasumar eftir eftirminnilegt tilhlaup að boltanum eins og sjá má hér að neðan.

Hinn 26 ára gamli Zaha fór í kjölfarið frá Juventus til West Ham en hann náði ekki að skora mark á Englandi.

Í janúar fór Zaza til Valencia þar sem hann skoraði sex mörk síðari hlutann á síðasta tímabili. Hann er síðan strax kominn með fjögur mörk á þessu tímabili eftir þessa mögnuðu þrennu í gær.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner