Arsenal endurnýjar áhuga á Luiz - Man Utd reynir við Todibo - Tottenham vill Sudakov
   mán 20. október 2014 12:59
Magnús Már Einarsson
Afar ólíklegt að Diego Costa spili gegn Man Utd
Diego Costa.
Diego Costa.
Mynd: Getty Images
Afar litlar líkur eru á að Diego Costa verði klár í slaginn þegar Chelesa mætir Manchester United á sunnudag.

Costa er að glíma við meiðsli aftan í læri en hann var ekki með gegn Crystal Palace um helgina.

Hann mun einnig missa af leiknum gegn Maribor í Meistaradeildinni á morgun.

,,Það er mjög lítill möguleiki. Mjög lítill. Það er ekki möguleiki gegn Maribor og hann á mjög litla möguleika gegn Man Utd," sagði Jose Mourinho stjóri Chelsea um málið í dag.

Costa er markahæstur í ensku úrvalsdeildinni á þessu tímabili ásamt Sergio Aguero með 9 mörk.
Athugasemdir
banner
banner
banner