mán 20. október 2014 12:40
Magnús Már Einarsson
Endre Brenne fer frá Keflavík - Óvíst með Jonas Sandqvist
Endre Ove Brenne.
Endre Ove Brenne.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Norski varnarmaðurinn Endre Ove Brenne mun ekki leika áfram með Keflavík á næsta tímabili. Þetta staðfesti Kristján Guðmundsson þjálfari Keflavíkur við Fótbolta.net í dag.

Brenne kom til Keflavík um mitt sumar í fyrra eftir að hafa leikið með Selfyssingum sumarið 2011 og 2012.

Þessi 26 ára gamli leikmaður spilaði ellefu leiki í Pepsi-deildinni í sumar áður en hann ökklabrotnaði í leik gegn KR í ágúst.

Óvíst er hvort sænski markvörðurinn Jonas Sandqvist muni verja mark Keflavíkur áfram.

,,Það kemur í ljós í síðar í þessum mánuði," sagði Kristján um Jonas.

Frans Elvarsson, Halldór Kristinn Halldórsson og Magnús Þórir Matthíasson eru einnig samningslausir en Kristján segist vera bjartsýnn á að þeir skrifi undir nýjan samning.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner